Læsisstefna A-Hún og Húnaþings vestra

Hér má nálgast sameiginlega læsisstefnu Húnaþings vestra og Austur-Húnavatnssýslu.

Á fundi skólastjórnenda í Austur-Húnavatnssýslu og Húnaþingi vestra
haustið 2014, var ákveðið að vinna að sameiginlegri læsisstefnu fyrir
sýslurnar. Hver skóli skipaði fulltrúa í sameiginlegt læsisteymi
skólanna og jafnframt var myndað teymi innan hvers skóla. Lögð var
áhersla á að sem flestir kæmu að gerð stefnunnar. Víða hefur verið
leitað eftir ráðgjöf og hafa læsisráðgjafar Menntamálastofnunnar
meðal annars komið með góðar ábendingar. Haustið 2017 hófst
innleiðing stefnunnar og er gert ráð fyrir að hún verði endurskoðuð
reglulega.
Markmið sameiginlegrar læsisstefnu Austur-Húnavatnssýslu og
Húnaþings vestra er að samræma kennsluhætti, námsmat og
markmið í læsiskennslu á svæðinu.
Hlutverk stefnunnar er að styðja þá aðila sem að skólastarfinu
koma; nemendur, aðstandendur þeirra og starfsfólk skólanna.
Stefnt er að því að læsisstefnunni fylgi einfaldað dreifirit með
grunnupplýsingum ætlað til glöggvunar á henni og sem leiðarvísir til
aðstandenda svo þeir geti betur áttað sig á því sem til er ætlast af
nemendum, foreldrum og kennurum.
Fulltrúar í læsisteyminu voru eftirtaldar:
Lára Helga Jónsdóttir, Grunnskóla Húnaþings vestra
Magdalena Berglind Björnsdóttir, Blönduskóla
Magdalena Margrét Einarsdóttir, Húnavallaskóla
Sonja Dröfn Helgadóttir, Höfðaskóla
Þórdís Hauksdóttir, fræðslustjóri Austur-Húnavatnssýslu