COVID-smit

Staðfest COVID smit hefur komið upp hjá starfsmanni sem tengist grunnskóla og tónlistarskóla í Húnaþingi vestra. Það hefur áhrif á nokkra nemendur og starfsmenn sem komnir eru í sóttkví. Búið er að hafa samband við viðkomandi aðila og greina þeim frá sóttkvínni. 

 

Þetta smit hefur ekki bein áhrif á aðra nemendur eða starfsmenn.  Allir eru hins vegar hvattir til sinna persónubundnum sóttvörnum. Ef vart verður við einkenni skal hafa samband við heilsugæslu. 

 

Skólastjórnendur