Almennur foreldrafundur - fundargerð

Almennur rafrænn foreldrafundur á Zoom miðvikudaginn 12. janúar kl. 17:00 - 18:00

Amk. 43 heimili skráðu sig inn á fundinn.

 

  1. Smitrakning - smitrakningu er lokið við skólann. Úrvinnslusóttkví er lokið og einhverjir hafa fengið boð um að skrá þurfi nemendur í sýnatöku. Mikið álag hefur verið á rakningateymi skóla á landinu.

  2. Símareglur. 

  • Óskað eftir skoðunum foreldra á framkvæmd símareglna og hvort það sé ástæða til að breyta þeim. Nemendaráð hefur formlega óskað eftir endurskoðun og að símar verði leyfðir þar til kennsla hefst að morgni.

  • Þetta hefur verið rætt meðal starfsmanna og það eru skiptar skoðanir.

  • Símareglur hafa almennt gengið vel þó vissulega hafi verið eitthvað um brot á reglum.

  • Lítið við að vera fyrir unglingana fyrst á morgnana og því hafa nemendur óskað eftir að fá að nota símann fyrst á morgnana fram að kennslu. Skólaráð mun taka endanlega ákvörðun.

  • Símareglurnar þurfa að vera í stöðugri endurskoðun. Mikilvægt að vera opin fyrir því að símarnir eru hluti af samskiptaformi. T.d. hægt að vera með ákveðinn símatíma.

  • Spurning hvort horfa eigi bara til unglingastigsins varðandi þessa breytingu ef af verður.

  • Jákvætt að hafa þessar reglur, nemendur mikið í símanum utan skólans. 

  • Ekki pressa á yngri nemendur að eignast síma ef svona reglur eru.

  • Gott aðhald að hafa reglurnar.

  • Mikill leiði hjá nemendum sem mæta snemma í skólann fram að þeim tíma sem kennsla hefst.

  • Spurning hvort flækjustigið verði hærra ef þetta verður leyft. Hvernig verður eftirfylgnin?

  • Alveg ljóst að einhverjum nemendum tekst að beygja reglur. 

  • Spurning hvort hægt sé að leyfa síma á unglingastigi fyrst á morgnana til reynslu þar til ný álma er tilbúin.

  1. Skóladagatal

Fleiri starfsdagar (stefnt að fjölga úr 5 í 7)

Vetrarfrí að hausti og vori - vilji er hjá starfsfólki að taka vetrarfrí líka að hausti.

Kenndir verða 180 dagar í stað 175. (Athugið breytingu frá því sem rætt var á fundinum. Núna eru kenndir 175 dagar, ekki 170 eins og kynnt var á fundinum)

 

  • Undanfarin ár hefur skólaárinu verið þjappað eins mikið og mögulegt er og með því móti er tími til starfsþróunar og faglegra starfa minni en ella og mikið álag á starfsfólki. Vinnudagur nemenda einnig mjög langur með þessu móti, nemendur mikið í félagsstarfi eftir skóla.  

  • Mjög skiptar skoðanir um kosti og galla þess að dreifa skóladögum á lengra tímabil.

  • Til greina getur komið að taka ½ starfsdaga. 

  • Gott að vera búin í kringum mánaðamótin maí/júní.

  • Skilningur á því að gott væri að stytta dagana hjá nemendum.

  • Gæti verið erfitt fyrir marga foreldra að hliðra til vinnu ef starfsdögum er fjölgað. 

  • Kostur að hafa sumarfríið lengra, allir orðnir þreyttir eftir skólaárið, bæði nemendur og starfsfólk.

  • Spurning hvort hægt er að fara milliveg.

 

  1. Árshátíð. 

Umræður um hugmynd um að byrja hana fyrr á næsta skólaári, t.d.kl. 18:00 í stað 20:00.

  • Mætti alveg byrja fyrr, almennt vel tekið í þá hugmynd.

  • Spurning hvort hægt er að skipta árshátíðinni í tvennt, yngri og eldri.

  • Ástæðan fyrir þessari tímasetningu var upphaflega hugsuð út frá bændum.

  • Væri gott fyrir yngstu börnin ef byrjað væri fyrr.

  • Sjarmi yfir að hafa alla nemendur saman á árshátíð en mætti byrja fyrr.

  1. Jákvæður agi. 

Kynning á stefnunni og stöðu innleiðingar. Glærur má nálgast hér.

  1. Tölvumál og fjáröflun nemendaráðs.

  • Skólinn hefur verið að tölvuvæðast og vill gera meira af því.Nemendur og starfsfólk kallar eftir auknum tölvukosti og barist er um hverja tölvu í skólanum. Óskað var eftir því í gerð fjárhagsáætlunar að reyna að bæta tölvukost nemenda en því miður fékkst ekki fjármagn í tölvukaup. Nemendaráð ræddi við skólastjórnendur og vill fara í fjáröflun til að skoða hvort fyrirtæki/stofnanir/félagasamtök séu tilbúin að styrkja nemendaráð til að tölvuvæða skólann betur. 

  • Spurt um hvað þarf margar tölvur og hvað kostar þetta? Ekki hefur verið farið nákvæmlega yfir það. Þetta mun væntanlega ekki vera klárað í einu skrefi en vonandi væri hægt að ná að tölvuvæða 7. - 10. bekk. Fyrst og fremst er verið að tala um Chromebook vélar. 

  • Getur verið hættulegt að biðja nemendur um að koma með tölvur að heiman, það getur sett óæskilega pressu. 

  • Hafa nemendur með í fjáröfluninni.

  1. Almennar fyrirspurnir og umræður.

  1. Bólusetningar fyrir yngri börnin. Spurt hvort skólastjórnendur hafa upplýsingar um bólusetningar. Næsta vika hefur verið nefnd en ekki hefur verið gefin út formleg tímasetning.

  2. Heimanám - Markmið skólans er að nemendur geti klárað sitt á skólatíma. Heimanám ætti fyrst og fremst að vera þjálfun á einhverju sem nemandi þekkir, t.d. lestur. Margir lentu viku á eftir áætlun í árshátíðarviku þar sem send var stærðfræðiáætlun heim.

  3. Foreldrafundir - spurning hvort hægt er að hafa rafræna foreldra fundi reglulega.

 

Fundi slitið kl. 18:30 - athugasemdir við fundargerð berist til skólastjóra