Aðalfundur foreldrafélagsins 2017

Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskóla Húnaþings vestra
14 nov 2017 Kl : 18:00
11 manns sátu fundinn þar af 3 í stjórn

1. Júlíus Guðni setti fundinn og gerði tillögu um sig sem fundarstjóra.
Hann ræddi um hvað hvað foreldrafélagið gerði síðasta skólaár sem var eingöngu árlegt Jólaföndur. Ræddi einnig um að stjórnin hafi fundað 3 sinnum yfir skólaárið. 
2. Gunnar fór yfir ársreikning og stöðu félagsins sem er 838,078 kr í lok uppsgjörs.
Ársreikningur borinn undir atkvæði og samþykktur.
3. Kosningar 
a) Gunnar hættir í stjórn eftir 6 ára setu sem gjaldkeri og þakkar fyrir sig og honum þakkað gott starf. 
Sesselja Aníta og Elsa Rut bjóða sig fram í stjórn.
Aníta kjörin með öllum greiddum atkvæðum.
b) Kosið var um varamenn stjórnar . 
Jóhanna Erla, Elsa Rut og Rakel Runólfs kosnar og munu þrær sitja sem varamenn til eins árs 
4. Rætt var um hvaða viðburði foreldrafélagið gæti haldið yfir skólaárið 
Skíðaferð, leikhúsfeð, fá leikhóp hingað t.d leikhópinn Lottu, jólaföndur / piparkökubakstur, kaup á leiktæki fyrir skólalóð.
Sigurður skólastjóri bennti á að vinna væri hafin um hugmdir um stækkunn skólans og lóðar og gott væri að bíða með gjafir sem þessar þangað til það væri kominn skýrari mynd á framkvæmdir og plássið í skólanum yrði meira. Sigurður sagði einnig frá vinnuhóp sem var settur saman fyrir hugmyndarvinnu um stækkun skólanns og sú vinna gengi vel . Íbúðarfundur fyrirhugaður 29 nov næstkomandi
5. Skólastjóri leiddi umræðu um símanotkun í skólanum, vinnuhóp um stækkun skólans, læsi og lesfimi og hvernig gengi með nýja matsalin.
Nokkrar tillögur voru ræddar um símanotkun: t.d. að skipta skólanum í lituð svæði ss. hvar má nota síma og hvar ekki. Einnig að setja símana í einhverskonar box þegar nemendur mæta í skólann en fá svo aftur þegar skóladegi lýkur. Banna síma alfarið í skóla eða hluta nemenda. 
Sigurður sagði frá læsisstefnunni og lesfimi sem skólinn er farinn af stað með. 
Svo var rætt um hvernig gengi með nýja matsalinn, rætt var um að börn væru að fara í meira mæli í KVH eftir að matsalurinn væri kominn í félagsheimilið, aðallega eldribekkir samt, annars gengi þetta mjög vel og lang flestir ánægðir.
6. Umræða var svo tekinn hvort ekki væri hægt að fá eitthverskonar ljós við gangbraut þar sem skólabörn þurfa að fara yfir Hvammstangabrautina í mun meira mæli en áður, hugmynd kom upp hvort foreldrafélagið gæti ekki sent bref til Vegagerðinar fyrir hönd foreldra um að fá viðvörunar ljós við gangbraut því erfitt hefur verið að fá svör frá Vegagerðinni um slíkt.
7. Talað um óbreytt félagsgjald og var það samþykkt einróma 2000 kr á heimili.

Fundi var slitið kl 19 .48