Smellið á viðkomandi valgrein til að fá upplýsingar um hana. Smellið svo á velja ef þið viljið fara í viðkomandi val. Athugið að einhverjar valgreinar eru með fjöldatakmarkanir og gildir þá fyrstur kemur, fyrstur fær og því gott að vera snemma í valinu.
Það þarf að velja eitthvað fyrir báða klukkutíma á fimmtudegi auk föstudags. Ef valið er frístundarfjör á mánudegi má þó sleppa vali einn klukkutíma annað hvort á fimmtudegi eða föstudegi og eru þá viðkomandi nemendur í eyðu þann klukkutíma.
Athugið að ef þið veljið metið val þurfa foreldrar og/eða forráðamenn að senda skólastjórnendum tölvupóst um hvað það er sem á að meta. Eydís Bára, eydisbara@skoli.hunathing.is, Guðrún Ósk, gudrunstei@skoli.hunathing.is
Hér að neðan er hægt að lesa um hverja valgrein sem er í boði í lotu 3 og 4 og velja.