Valgreinar 2018-2019 utan stundaskrár

Valgreinar 2018-2019 utan stundaskrár (geta verið síðdegis eða um helgar eða í formi ferða)

Námsferð á Hvanneyri

Viðfangsefni: Kynning og verkleg þátttaka í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri.

Námsmat: Byggist á verkefnum, virkni og ástundun nemanda.

Kennari: Ekki vitað

 

 

Söngvarakeppni

Viðfangsefni: Æfingar og keppni fyrir söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra

Námsmat: Byggist á virkni og ástundun nemanda.

Kennari: Ekki vitað

 

Skólablað

Viðfangsefni: Undirbúningur og úrvinnsla efnis fyrir skólablaðið. Athugið að þessi valgrein er utan stundaskrár og ekki er skólaakstur. Hins vegar verður hægt að velja tíma til vinnu í samráði við kennara og hugsanlega vinna hluta heima.

Námsmat: Byggist á virkni og ástundun nemanda.

Kennari: Ragnheiður Sveinsdóttir.

 

IKG

Viðfangsefni: Með námi í áfanganum gefst nemendum kostur á að kynnast mismunandi verknámsmöguleikum í FNV. Þeir fást við verkefni og kynnast vinnubrögðum sem munu nýtast þeim í daglegu lífi og kynnast jafnframt starfsgreinum og atvinnumöguleikum sem bjóðast að loknu starfsnámi í framhaldsskóla.

Nemendur fara á milli verklegra deilda í skólanum og vinna í hverri deild. Þannig fá þeir að takast á við verkefni sem tengjast málmiðnnámi, rafiðnnámi og tréiðnnámi. Nemendum eru kynntar mismunandi námsleiðir fyrir iðnnema og möguleikar á framhaldsnámi að iðnnámi loknu.

Námið fer fram á Sauðárkróki, líklega tvær helgar. Nemendur gista á heimavist. Ekki dagsett.

Námsmat: Framhaldsskólaeiningar

Kennari: Ekki vitað.

 

Björgunarsveit

Viðfangsefni: Þátttaka í ungliðastarfi björgunarsveitarinnar Húna. Starf fer fram utan skólatíma og ekki er skólaakstur.

Námsmat: Byggist á virkni og ástundun nemanda.

Kennari: Ekki vitað.

 

Starfsnám

Viðfangsefni: Þátttaka í atvinnulífi eða markvissri þjálfun tiltekna daga. Nemendur og foreldrar finna sjálfir fyrirtæki/þjálfun. Ef það gengur ekki mun skólinn aðstoða við að finna lausnir á því.

Námsmat: Byggist á virkni og ástundun nemanda.

Kennari: Enginn.