Valgreinar 2018-2019 í stundaskrá

Valgreinar 2018-2019 innan stundaskrár (þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga)

 

Smíði

Viðfangsefni: Unnið úr margvíslegum efnivið, tré, málmi og plasti. Nemendur hafa mikil áhrif á verkefnaval sem er að jafnaði persónubundið.

Námsmat: Byggist á verkefnum, virkni og ástundun nemanda. Metin verða viðeigandi hæfniviðmið aðalnámskrár og gefin hæfnieinkunn í lokin.

Kennari: Eiríkur Steinarsson.

 

Heimanám

Viðfangsefni: Aðstoð við nám, verkefni og það sem fyrir liggur í skólanum.

Námsmat: Námsmat byggist á virkni og ástundun nemanda.

Kennari: Ekki vitað.

 

Tölvur

Viðfangsefni: Unnið verður með ýmis forrit s.s. exel, word, powerpoint og fl. Einnig verður forritun,tölvuviðgerðir og leikjahönnun. Hópurinn mun hafa áhrif á vægi þátta í kennslunni.

Námsmat: Byggist á verkefnum, virkni og ástundun nemanda. Metin verða viðeigandi hæfniviðmið aðalnámskrár og gefin hæfnieinkunn í lokin.

Kennari: Aðalsteinn Grétar Guðmundsson og fl.

 

Heimilisfræði

Viðfangsefni: Unnið verður með ýmis margvísleg verkefni tengd bakstri, eldun, hollustu og næringu.

Námsmat: Byggist á verkefnum, virkni og ástundun nemanda. Metin verða viðeigandi hæfniviðmið aðalnámskrár og gefin hæfnieinkunn í lokin.

Kennari: Ellen Mörk Björnsdóttir.

 

.

Íþróttir/skólahreysti.

Viðfangsefni: Margvíslegar hópíþróttaæfingar og unnið markvisst að þjálfun og vali á liði skólans í skólahreysti.

Námsmat: Byggist á verkefnum, virkni og ástundun nemanda. Metin verða viðeigandi hæfniviðmið aðalnámskrár og gefin hæfnieinkunn í lokin.

Kennari: Magnús Vignir Eðvaldsson/Sara Ólafsdóttir.

 

Íþróttafræði/heilsurækt

Viðfangsefni: Megin áhersla á þjálfun og aukna líkamlega færni nemenda í þeim æfingum og lífstíl sem hentar þeim. Fræðsla um líkamlegan þroska, vöxt og sálrænan og félagslega þroska. Einnig hópaíþróttir.

Námsmat: Byggist á verkefnum, virkni og ástundun nemanda. Metin verða viðeigandi hæfniviðmið aðalnámskrár og gefin hæfnieinkunn í lokin.

Kennari: Magnús Vignir Eðvaldsson / Sara Ólafsdóttir

 

 

 

 

 

Prjón

Viðfangsefni: Kennt verður prjón og nemendur fá nokkuð mikið val um hvað þeir vilja prjóna. Einnig verður mögulegt að hekla.

Námsmat: Byggist á verkefnum, virkni og ástundun nemanda. Metin verða viðeigandi hæfniviðmið aðalnámskrár og gefin hæfnieinkunn í lokin.

Kennari: Oddny Helga Sigurðardóttir

 

Myndmennt

Viðfangsefni: Unnið verður með margvísleg efni og hugmyndir, málun, teiknun, leir o.fl.

Námsmat: Byggist á verkefnum, virkni og ástundun nemanda. Metin verða viðeigandi hæfniviðmið aðalnámskrár og gefin hæfnieinkunn í lokin.

Kennari: Marinó Björnsson

 

Kvikmyndir

Viðfangsefni: Horft á nokkrar klassískar kvikmyndir úr kvikmyndasögunni og þær greindar og gagnrýni skoðuð. Skoðuð verður uppbygging myndanna og hvað einkenni þær.

Námsmat: Byggist á verkefnum, virkni og ástundun nemanda.

Kennari: Aðalsteinn Grétar Guðmundsson

 

Skólavinur

Viðfangsefni: Möguleiki til að taka þátt í samfélagslegum verkefnum við að aðstoða aðra. Til dæmis aðstoða nemendur í íþróttaskóla, styðja nemendur yngri bekkja, lestrarþjálfun eða aðstoð við aldraða. Margt kemur til greina.

Námsmat: Byggist á virkni og ástundun nemanda.

Kennari: Enginn.

 

 

 

Sviðslistir

Viðfangsefni: Nemendur læra að koma fram og leika í gengum fjölbreytta flóru sviðslista (leikhús, dans, tónlist) með áherslu á leiki og hagnýta þjálfun. Einnig fjallað um sögu sviðslista. Möguleiki er á að skrifa leikverk og setja upp sýningu í lokin. Áhersla verður á að byggja upp sjálfsöryggi og efla áhuga fyrir sviðslistum.

Kennslan fer að stórum hluta fram á ensku en stuðningur verður fyrir þá sem ekki skilja ensku.

Námsmat: Byggist á virkni og ástundun nemanda.

Kennari: Greta Clough