Reglur um skólavist fósturbarna

Reglur um skólavist fósturbarna í leik- og grunnskóla í  Húnaþingi vestra

 

 1. Skrifleg umsókn um skólavist barns ásamt nauðsynlegum gögnum verður að berast sviðsstjóra fjölskyldusviðs svo að sviðsstjóri geti hafið undirbúning skólavistar nemenda. Tölvupóstur telst vera skrifleg umsókn jenny@hunathing.is. í plaggi þessu er átt við skóla á öllum stigum þ.e grunn- og leikskóla.

 

Nauðsynleg gögn með umsókn:

 1. Nafn, kennitala og heimilisfang nemanda.
 2. Samþykki lögheimilissveitarfélags fyrir skólavist.
 3. Nafn, símanúmer og netfang tengils barns hjá barnaverndarnefnd/skólaskrifstofu.
 4. Upplýsingar um skólagöngu, öll gögn frá skóla viðkomandi barns og skrifleg umsögn skóla um stöðu í barnsins í námi og þroska,  nafn og netfang umsjónarkennara eða deildarstjóra.
 5. Greiningar, sálfræðiniðurstöður, heilbrigðisupplýsingar eftir því sem við á.
 6. Upplýsingar um samskipti/aðkomu kynforeldra barns að upplýsingum um/við barnið.
 7. Aðrar upplýsingar sem nauðsynlegt er að komi fram, s.s. neysla vímuefna, hegðunarvandi, misnotkun, heimilisaðstæður o.fl.

 

2. Þegar umsókn hefur borist er haldinn umsóknarfundur. Hann sitja:

- sviðsstjóri

- skólastjóri

- sérkennari

- umsjónarkennari/deildarstjóri

- sálfræðingur

- í einhverjum tilfellum skólahjúkrunarfræðingur

 

3. Á umsóknarfundi er farið yfir fyrirliggjandi gögn og ákveðið hvort kallað er eftir frekari gögnum. Fundurinn ákveður nauðsynlegt utanumhald, stuðning a.m.k fyrstu 3 mánuðina, sérfræðiþjónustu og sendir tengli barnsins niðurstöðu. Hugsanlegur kostnaður vegna þessa skal koma skýrt fram í svari skólans til tengils. Þá er það metið í hverju tilfelli fyrir sig hversu langur tími sé eðlilegur í aðlögun á fósturheimili áður en til skólagöngu kemur, að lágmarki 5 dagar, nema gild rök séu fyrir öðru.

 

4.Samþykki tengill/barnaverndarnefnd/skólaskrifstofa áætlun skóla er boðað til funda með tengli barnsins og fósturforeldrum.

 1. Farið er yfir umfang og eðli utanumhalds og skriflegt samþykki barnaverndarnefndar/skólaskrifstofu fyrir áætlun liggur fyrir.
 2. Farið yfir upplýsingablað 1, um barn og fósturheimili.
 3. Fastir fundir með tengli barnsins ákveðnir út vistunartímabil. Ávallt skal ákveðinn fundur til að meta fyrstu skrefin að þremur viknum liðnum frá upphafi skólavistar.
 4. Fundur með barni og fósturforeldrum ákveðinn, með hliðsjón af því að nauðsynleg stuðningsúrræði séu til staðar ef þörf er á (ráðningarferli sé lokið).

 5. Fundur er haldinn með kennurum og starfsfólki þar sem farið er yfir nauðsynleg atriði er varða nám, líðan og önnur atriði sem huga þarf að vegna nemandans. Einnig farið yfir bakgrunn nemanda til að starfsfólk sé undirbúið ef til sértækra aðstæðna kemur í umgengni við barnið.

 

6. Fundur með barni og fósturforeldrum, skólastjóra, umsjónarkennara/sérkennslustjóra, sérfræðingi og stuðningi/sérkennara eftir því sem við á.

 

Fundarefni:

 

 1. Farið yfir stundaskrá/skipulag  nemanda.
 2. Farið yfir upplýsingar í skráningarkerfum s.s. mentor./
 3. Farið yfir praktísk mál, s.s. skólabíla o.fl.
 4. Nemandi fær skólareglur.
 5. Farið yfir upplýsingablað 1.
 6. Farið yfir stuðningsúrræði.

Að þessu loknu (liðum 1-5) hefur nemandi skólagöngu í Húnaþingi vestra.

Samþykkt á fundi nemendaverndarráðs 13. desember 2018