Fundur í skólaráði haldinn mánudaginn 28. október 2019

Fundur í skólaráði haldinn mánudaginn 28. október 2019 kl. 15:20. Mætt eru: Eydís Bára Jóhannsdóttir, Margrét Hrönn Björnsdóttir, Ellý Rut Halldórsdóttir, Margrét Sól Thorlacius,  Fanney Dögg Indriðadóttir, Júlíus Guðni Antonson, Ásdís Aþena Magnúsdóttir, Rakel Gígja Ragnarsdóttir.

 

  1. Skólasóknarkerfi - frestað til næsta fundar þar sem Guðrún Ósk boðaði forföll

  2. Reglur um leyfi starfsmanna - athugasemdir hvort það stangist á við persónuverndarlög að skráð sé nafn starfsmanns á heimasíðu vegna fjarveru.  Ákveðið að hætta að skrá fjarveru starfsmanna á heimasíðu og skoða hvort það hafi einhvern tilgang. Vangaveltur hvort einkaskiptaleyfi ætti að vera annaðhvort 8 klst eða 16 klst þannig að það teljist 1 eða 2 dagar. Ákveðið að einkaskiptaleyfi geti mest verið 16 klst.

  3. Innra- og ytra mat - búið að setja af stað matsteymi meðal starfsmanna sem kemur til með að vinna að úrbótaáætlun skólans. 

  4. Fæðingarorlof skólastjóra - farið yfir hvernig er brugðist er við í fæðingarorlofi skólastjóra. 

  5. Viðurlög ef nemendur brjóta skólareglur. Sumar reglur eru þannig að erfitt er að hafa eftirlit með þeim en höfða þarf til samvisku fólks. Þarf að setja skírari reglur um hvað má og hvað má ekki. Hvar geta nemendur borðað nestið sitt eftir skóla ef þeir eru að fara í íþróttir á eftir? Vantar reglur eins og við fyrsta brot, við annað brot o.s.frv. Viðurlög við alvarlegum reglum. Skólareglur er eitthvað sem þarf að taka upp reglulega og endurskoða. Bent á leiðir eins og SMT- stjörnukerfi, úrbótavinnu og jákvæðan aga. 

  6. Reglur um kosningar til nemendaráðs. Athugasemd við grein 4, þeir sem ekki hafa gerst brotlegir við skólareglur. Á það við um skólaárið, síðasta mánuð o.s.frv. Ákveðið að fella þetta ákvæði út. Athugasemd að 7., 8. og 9. bekkur kjósi formann, breyting samþykkt. Ákveðið að breyta reglum um kosningar til nemendaráðs til samræmis við þessar athugasemdir.

  7. Önnur mál:

Símareglur: er búið að vinna úr SVÓT greiningu? Greining hefur verið unnin en ekki unnist tími til að setja fram niðurstöður. Það verður gert við fyrsta tækifæri.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:04