Nemendaráð 8. fundur – 13. nóvember 2017

Nemendaráð 8. fundur – 13. nóvember 2017

Fundinn sátu, María, Ásdís Aþena, Heiða Bára, Anton Einar, Bríet Ingibjörg, Ólöf, Sigurður Þór ritaði fundargerð.

1. Árshátíð

Árshátíð tókst vel og ánægja með ballið hjá nemendum. Sérstaklega með Áttuna.  Upptaka af árshátíðinni er komin á Youtube.

 

 

2. Skólablað.

Nemendaráð verður ritnefnd skólablaðs. Nemendaráðsfulltrúar kanna í sínum bekk hverju nemendur vilji breyta í skólablaðinu og hverju á að halda inni.

7. bekkur:  vilja sleppa því að skrifa um Reykjaskóla, en nemendaráð ákveður að hafa það áfram inni.  Þá vill 7. bekkur skila inn teiknuðum myndum.

6. bekkur: Vill engar breytingar

5. bekkur: Vill fá blað til að skoða betur og mynda sér skoðun.

10. bekkur: Vill engar breytingar.

8. bekkur: ekki búið að ræða málið.

 

3. Bekkjarfundir

Óbreytt fyrirkomulag í bekkjarfundakeppni í þessari og næstu viku þó þær séu styttri.

 

4. Laufabrauðsútskurður og litlu jól

Rætt um skipulag

 

              Næsti fundur 27. nóvember 2017 kl. 9:30

Fleira ekki tekið fyrir

Athugasemdir við fundargerð berist til skólastjóra.

Sigurður Þór Ágústsson