Nemendaráð 4. fundur – 4. október 2017

Nemendaráð 4. fundur – 4. október 2017

Fundinn sátu María, Jóhanna Maj, Jóhann Smári, Ásdís Aþena, Heiða Bára, Anton Einar, Bríet Ingibjörg.  Sigurður Þór ritaði fundargerð.

 

 

 

1. Árshátíð

Ball og tónlist. Ákveðið að nemendaráðsulltrúar fari með þá umræðu í bekkina og komi með tillögur á næsta fund.

Þema: Hægt að koma hugmyndum til skólastjóra í dag.

Árshátíð verður 10. nóvember.

 

2. Önnur mál.

a) Rætt um fjármuni nemendafélagsins. Nemendafélagið stendur vel á rúmlega tvær milljónir á reikningi.  Ákveðið að nemendaráðsfulltrúar taki þá umræðu í bekkjum um hvað væri hægt að gera til að bæta aðstöðu nemenda. Nemendafélagið styrkir ABC börn í Burkina Faso fyrir 14.000 kr. á mánuði. Minnt á að taka umræðu um að nemendur taki virkari þátt í þeirri styrkingu.

 

b) Spurt um matsal. Líklegt er að hann flytjist  á neðri hæð um 20. október.

 

c) Frímínútur.  Rætt um möguleika á inniveru. Skolastjóri tilbúinn að skoða það. Bekkir komi með tillögur. Áhugi á að nota íþróttahús og hvaða á að vera í boði.

 

d) Ungmennaráð.  Ásdís Aþena býður sig fram sem aðalmaður, Jóhann Smári bauð sig fram sem varamaður. Samþykkt samhljóða.

 

e) Ávextir í millifrímínútum. Nemendur nenna ekki í félagsheimili og fara frekar í búðina ef þau eru lögð af stað. Vilji til þess að hafa fjölbreyttara úrval af ávöxtum.

 

 

f) Rætt um söngvarakeppni og framkvæmd hennar.  Ekki lengur skylda að taka þátt í samfés. Ekki keppt í amk. 3 atriði komi úr hvorum flokki.

 

 

g) Bekkjarfundir á skjá, nemendur hvattir til að láta vita þegar bekkjarfundir eru haldnir. Ákveðið að sá bekkur sem standur sig best í bekkjarfundum á næstu 9 vikum fái pizzuveislu í boði nemendaráðs. Ef einhverjir bekkir verða jafnir verður degið á milli þeirra.

 

h) Rætt um símanotkun og símareglur. Tillögur verða unnar á kennarafundi í dag og lagðar fyrir foreldrafund.

 

                Næsti fundur 16. október 2017

Fleira ekki tekið fyrir

Athugasemdir við fundargerð berist til skólastjóra.

Sigurður Þór Ágústsson