Nemendaráð – 29. september 2016

Nemendaráð – 29. september 2016

Fundinn sátu: Bjarni Ole, Kári, Máney Dýrunn, Oddný Sigríður, Arnheiður Diljá, Ásdís Aþena, Björn Gabríel,  Sigurður Þór ritaði fundargerð.

 

1. Skipulag í frímínútum

Nokkrum nemendum á unglingastigi  gengur illa að fara eftir fyrirmælum skólaliða. Nemendaráðsfulltrúar beðnir um að ræða þetta á bekkjarfundum.  Miðstig  hefur staðið sig til fyrimyndar.

Nemendaráð samþykkir að leyfilegt verði að vera á norðurgangi þó tölvur verði ekki opnar.  Skólastjóri sammála um að opna norðurgang ef nemendur fara að fyrirmælum skólaliða. Næsta vika mun skera úr um það.

2. Hádegi á föstudögum

Nemendaráðsfulltrúar fá hugmyndir um dagskrá í hádegi á föstudögum á bekkjarfundum.

               - Horfa á mynd/ þætii

                               - Friends, Diljá fær bekkinn til að leysa það með sér á morgun (30. sept).

                               -

               - Kynningar       

3. Árshátíð

Nemendaráðsfulltrúar fá hugmyndir úr hverjum bekk um framkvæmd árshátíðar.

               -Ágeir Trausti - Bjarni talar við hann - Ágeir er upptekinn.

-Friðrik Dór og Glóí - Ásdís tala við hann - Glóí kemst ekki, Friðrik Dór ætlar að athuga.

               -Dj Heiðar - Eystein talar við hann - Hann getur það mjög líklega.          

4. Ungmennaráð.

Ásdís til í að vera aðalmaður, Björg Gabríel verður varamaður.

5. Jóga í íþróttum

Nemendaráð við taka til skoðunar hlutfall jóga í íþróttum. Skólastjóri mun skoða málið í samráði við kennara.

 

6.  Skipulag á skólalóð

Spurt um skipulag lóðar og betri körfuboltavöll. Skólastjóri mun kynna tillögur að nýrri lóð þegar þeirri vinnu er lokið.

 

7. Mötuneyti.

Nemendaráð óskar þess að epli verði oftar á boðstólum í stað annarra ávaxta í mötuneyti. Nemendaráð  kemur áhuga sínum á eftirrétti 1-2 í mánuði á framfæri.

 

 

Næsti fundur kl. 11:00 mánudaginn 10. október

                Fleira ekki tekið fyrir

Athugasemdir við fundargerð berist til skólastjóra.

Sigurður Þór Ágústsson