Nemendaráð 24. fundur 8. maí 2019
Fundinn sátu, Rakel Gígja, Ásdís Björg, Jóhann Smári, Orri, Indriði Rökkvi, Fróði, Ásdís Aþena, Oddný Sigríður.
- 1. Keppni um fyrirmyndar starfsmann og nemenda
Rætt um möguleika á kurteisiskeppni milli bekkja. Ákveðið að atkvæði kennara gildi 1/3, atkvæði skólaliða og stuðningsfulltrúa 1/3 og starfsmenn eldhúss 1/3.
Eftirfaraind er metið:
Boðið góðan dag 1- 5 stig
Framkoma 1-5 stig
Umgengni 1-5 stig
Frágangur í stofu 1 – 5 stig.
Frestað fram að næsta næsta hausti
- 2. Símareglur
Skólastjóri kynnti aðferðafræði til að endurskoða símareglur. Verið er að vinna úr gögnum.
- 3. Fótboltaspil
Ákveðið að kaupa Thropy fótboltaspil eftir ráðleggingum seljanda.
- 4. Nemendadagur
Ákveðið að allir bekkir komi með tillögu að dagskrá nemendadags. Þær tillögur verði ræddar á bekkjarfundi. Hugmyndalisti:
- Hoppukastali
- Tarzanleikur
- Aldursskipt á völdum stöðum
- Símadagur
- Morgunmatur; Lucky Charms, ferska ávexti, t.d. jarðaber, bláber, hindber,
- Hádegismatur; Kjúklingabringur, ís, franskar,
- Paintball
Fleiri hugmyndir verða ræddar í næstu viku þegar hugmyndalistar bekkja liggja fyrir.
- 5. Skólablað
Nemendaráð vill koma út skólablaði. Skólastjóri ræðir það við starfsmenn um að aðstoða þau við það.
- 6. Valgreinar
Rætt um valgreinar næsta vetur.
Næsti fundur verður 15. maí kl. 13.00
Fleira ekki tekið fyrir
Athugasemdir við fundargerð berist til skólastjóra.
Sigurður Þór Ágústsson