Nemendaráð 22. fundur 29. mars 2019
Fundinn sátu, Bryndís Jóhanna, Ásdís Björg, Jóhann Smári, Máney Dýrunn, Indriði Rökkvi, Fróði, Ásdís Aþena, Eyrún Una.
- 1. Rætt um niðurstöður skólapúlsins
Niðurstöður verða kynntar á kennarafundi í næstu viku og í framhaldinu fyrir nemendaráði.
- 2. Keppni um fyrirmyndar starfsmann og nemenda
Rætt um möguleika á kurteisiskeppni milli bekkja. Ákveðið að atkvæði kennara gildi 1/3, atkvæði skólaliða og stuðningsfulltrúa 1/3 og starfsmenn eldhúss 1/3.
Eftirfaraind er metið:
Boðið góðan dag 1- 5 stig
Framkoma 1-5 stig
Umgengni 1-5 stig
Frágangur í stofu 1 – 5 stig.
Keppnin verður vikuna 1. – 5. apríl.
- 3. Símareglur
Skólastjóri kynnti aðferðafræði til að endurskoða símareglur. Verið er að vinna úr gögnum.
- 4. Boðtennisborð
Rætt um reglur um boðtennisborð. Ákveðið að hver bekkur geri tillögu að reglum á bekkjarfundi. Einnig ákveðið að kaupa Azteca – Riley fótboltaspil.
- 5. Nemendadagur
Ákveðið að allir bekkir komi með tillögu að dagskrá nemendadags. Þær tillögur verði ræddar á bekkjarfundi.
- 6. Teikning af nýbyggingu við skólann.
Skólastjóri kynnti teikningar af viðbyggingu og sagði frá kynningarferli sem fer af stað í næstu viku.
- 7. 10. bekkjar dagur
Ekki búið að ákveða hvenær hann verður.
Næsti fundur verður í þar næstu viku.
Fleira ekki tekið fyrir
Athugasemdir við fundargerð berist til skólastjóra.
Sigurður Þór Ágústsson