Nemendaráð 20. fundur 23. janúar 2019

Nemendaráð 20. fundur 23. janúar 2019

Fundinn sátu, Rakel Gígja, Ásdís Björg, Jóhann Smári, Orri, Indriði Rökkvi, Fróði, Ásdís Aþena, Oddný Sigríður.

 

  1. 1.       Árshátíð

Nemendur bíða eftir því að árshátíð verði birt á Youtube. Einnig verður Söngvarakeppni sett á netið.

  1. 2.       Húsgagnamál

Búið er að panta húsgögn, hvenær þau koma er ekki vitað.

  1. 3.       Spil

Hægt er fyrir bekki að biðja um fleiri spil.

  1. 4.       Rætt um niðurstöður skólapúlsins

Farið yfir styrkleika og veikleika í skoðunum nemenda á skólastarfinu. Unnir verða umræðupunktar til að vinna með á bekkjarfundum í kjölfarið til að greina betur niðurstöður.

  1. 5.       Morgunmatur

Nemendur í 9.E óska eftir meiri fjölbreytni í morgunmat. Sérstaklega á fimmtudögum.

  1. 6.       Bekkjarfundarkeppni.

Dregið í bekkjarfundakeppni. 8 bekkur fær pizzuveislu í sjoppunni.

  1. 7.       Símareglur

Skólastjóri kynnti aðferðafræði til að endurskoða símareglur. Einnig var rætt um umræðu vegna veips og brota á símareglum.

  1. 8.       Nemendadagur

Nemendur ræði það á bekkjarfundum hvernig og hvort eigi að halda nemendadag. Reynslan hefur sýnt að unglingadeild hefur ekki tekið virkan þátt og því þarf að breyta ef halda á nemendadag.

 

Fleira ekki tekið fyrir

Athugasemdir við fundargerð berist til skólastjóra.

Sigurður Þór Ágústsson