Nemendaráð – 16. september 2016

Nemendaráð – 16. september 2016

Fundinn sátu: Bjarni Ole, Kári, Máney Dýrunn, Oddný Sigríður, Arnheiður Diljá, Ásdís Aþena, Björn Gabríel,  Sigurður Þór ritaði fundargerð.

 

1. Skipulag í frímínútum

Nemendaráðsfulltrúar fái hugmyndir um dagskrá í íþróttahúsi á bekkjarfundum.

Nemendaráðsfulltrúar fá hugmyndir um dagskrá í hádegi á föstudögum á bekkjarfundum.

-Fá tillögur um efnisval í hljóðfærafikt.

 

Stefnt  að því að dagskrá íþróttahúss verði tilbúin seinnihluta næstu viku.

 

2. Árshátíð

Nemendaráðsfulltrúar fá hugmyndir úr hverjum bekk um framkvæmd árshátíðar.

3. Önnur mál

Nefnt að fá leiktæki eru úti. Kjörið að taka það til umræðu í bekkjum og koma tillögum til nemendaráðs.

 

Næsti fundur kl. 9:15 miðvikudaginn 21. september

                Fleira ekki tekið fyrir

Athugasemdir við fundargerð berist til skólastjóra.

Sigurður Þór Ágústsson