Nemendaráð 10. fundur janúar 2018

Nemendaráð 10. fundur  janúar 2018

Fundinn sátu, Ásdís Aþena, Anton Einar, Heiða Bára, Jóhann Smári, Bríet Ingibjörg, Ólöf, Sigurður Þór ritaði fundargerð.

 

 

 

1. Bekkjarfundir

6. bekkur var dreginn út sem sigurvegari bekkjarfundarkeppni og fær pizzuveislu með umsjónarkennara.

 

2. Kurteisasti starfsmaðurinn.

Nemendur kjósa kurteisasta starfsmanninn í vikunni 8. – 12. janúar. Hver bekkur mun tilgreina hvaða starfsmaður skólans er kurteisastur og umsjónarkennarar koma niðurstöðu til skólastjóra. 10 koma því á lista.

 

3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningu til sveitarstjórnar, nr. 5/1998.

Nemendaráð gerir engar athugasemdir við það að kosningaaldur til sveitarstjórnakosninga verði 16 ár.

 

4. Tilögur um framtíðarsýn í húsnæðismálum skólans

Nemendaráði líst vel á tillögur um framtíðarsýn skólahúsnæðis og hlakkar til að taka þátt í frekari vinnu um framtíð skólans.

 

 

 

Fleira ekki tekið fyrir

Athugasemdir við fundargerð berist til skólastjóra.

Sigurður Þór Ágústsson