38. fundur 8. febrúar 2021

38. fundur nemendaráðs 8. febrúar 2021

Mættir: Heiða Bára Pétursdóttir, Máney Dýrunn Þorsteinsdóttir, Eyrún Una Arnarsdóttir, Saga Ísey Þorsteinsdóttir, Sverrir Franz Vinginsson, Aníta Rós Brynjarsdóttir

 

1. Skíðaferð

Ákveðið að fara í skíðaferð 23. og 24. febrúar. Miðstig fer 23. febrúar og unglingastig 24. febrúar. Farið verður kl. 8:20 og komið heim kl. 14:30.

 

2. Öskudagur

Tillaga að skipulagi - kennsla samkvæmt stundaskrá utan neðangreindrar dagskrár:

  1. Yngsta stig í íþróttahúsi 10:00 - 11:00

  2. Miðstig í íþróttahúsi 12:30 - 13:30 ( Tillögur: reipitog, stórfiskaleikur, krókódíll, hundabein)

  3. Elsta stig í íþróttahúsi 13:30 - 14:30 (Tillögur: Catch the flag, kíló, skotbolti, gryfjubolti)

 

3. Stelpuklósett

Rætt um stelpuklósett og að stúlkur á unglingastigi loka sig þar inni í hópum. Skoða þarf leiðir til að fyrirbyggja hópamyndun þar. Rætt um þá hugmynd að hafa eina stofu opna í frímínútum.

 

4. Fótboltavöllur

Rætt um fótboltavöll. Árekstrar verða milli aldurshópa á fótboltavellinum. Skólastjóri safnar athugasemdum og tillögum um fyrirkomulag. 


Næsti fundur verður fimmtudaginn 25. febrúar kl. 8:30.