35. fundur 13. janúar 2021

35. fundur nemendaráðs 13. janúar 2021

 

Mættir: Heiða Bára Pétursdóttir, Máney Dýrunn Þorsteinsdóttir, Eyrún Una Arnarsdóttir, Ásgerður Ásta Kjartansdóttir, Saga Ísey Þorsteinsdóttir, Sverrir Franz Vinginsson, Aníta Rós Brynjarsdóttir

 

1. Slagorð gegn einelti

Fulltrúar í nemendaráði ræða eftirfarandi hugmyndir að slagorði skólans gegn einelti í bekkjum . Hver bekkur velur 1-3 slagorð sem þeim líst best á.

 • Berjumst gegn einelti 

 • Burt með eineltið

 • E!nelti er BANNAÐ!

 • Ég er eins og ég er

 • Einelti er ekki gott 

 • Einelti er ógeð

 • Eineltislaus skóli-það er okkar skóli 

 • Stöndum saman

 • Stoppum einelti

 • Við erum góð við hvert annað

 • Við leggjum ekki í einelti hér!

4. Ferðir á unglingastigi

Nemendaráð forgangsraðaði nemendaferðum á unglingastigi:

Ferðir sem farnar verða á skólaárinu 2021-2022

Berjaferð 1. - 4. bekkjar

Dagsferð 5. - 7. bekkjar utan héraðs

Reykjaskóli

Skíðaferð

Útskriftarferð 10. bekkjar

Skólahreysti

5. Áskorun um nafnabreytinguFræðsluráð hefur áskorunina til skoðunar og hefur lýst vilja til að skoða nánar nýtt nafn á skólann. Til þess hefur fræðsluráð óskað gagna frá skólastjóra um nafnasamkeppni sem fór af stað 2014 en var aldrei lokið.
6. Árshátíð

Rætt um hugmynd um að hafa eitt leikverk á árshátíð sem skipt yrði niður á bekki. Vel tekið í þá hugmynd. 10. bekkur fær ákvðið svigrúm eins og vanalega á árshátíð. Ákveðið að 7. bekkur verði áfram kynnar og með milliatriði. Ekki komin nein hugmynd um hvenær árshátíð verði.

 

7.  Söngvarakeppni

Engin hugmynd um hvenær hún verður haldin. Rætt um að sennilega þarf að ákveða fyrst með söngavarakeppni áður en tími fyrir árshátíð verður valinn.

 

8. Heimanám

Gerð tillaga að því að námsaðstoð verði á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum. 

 

10. Danskennsla 

Danskennsla verður alla fimmtudögum og föstudögum. Danssýning verður ekki heimil.

 

11. Öskudagur

Ekki mögulegt að halda hefðbundinn öskudag þar sem allir koma saman í einu í félagsheimili. Einnig vangaveltur um hvort hægt verði að fara í fyrirtæki vegna sóttvarnarráðstafana. Rifjað upp þegar fyriræki komu með glaðning í skólann vegna veðurs á öskudegi. Nemendur ræði á bekkjarfundi hvernig ætti að hafa fyrirkomulag á öskudegi innan og utan skóla.

 

12. Skólalóð

Spurt um hönnun á skólalóð og hvort sé gert ráð fyrir körfuboltavelli. Skólastjóri mun spyrjast fyrir um málið.

 

Næsti fundur verður miðvikudaginn 20. janúar kl. 10:00. Nemendur í 8. - 10. bekk fari kl. 9:45 í morgunmat