32. nemendaráðsfundur 13.03. 2020
Fundinn sátu: Ísey, Eyrún, Rökkvi, Alex, Guðmundur Grétar, Ásdís, Hrafney, Bryndís og Hilmir.
1) Líðan vegna COVID-19: Rætt við nemendur um hvaða áhrif fréttir og áherslubreytingar í skólanum vegna COVID-19. Nemendur segja það misjafnt, sumir séu áhyggjufullir, öðrum alveg sama. Nemendur tala um að það mætti leggja meiri áherslu á handþvott fyrir matartímann, ekki bara spritt, fá einhvern starfsmann til að fylgjast með því. Nemendur velta fyrir sér hvort þau þurfi að vera lengur í skólanum fram á sumar ef kennsla fellur niður vegna COVID-19. Ýmsar spurningar meðal nemenda vegna mismunandi fréttaflutnings. Nemendur óska eftir að umsjónarkennarar tali sérstaklega við hvern bekk og veiti réttar upplýsingar til að koma í veg fyrir misskilning og draga úr áhyggjum.
2) Umgengi í matsal: Ábending frá starfsfólki í matsal um slæma umgengni eftir unglingastig. Algengt er að á fimmtudögum þegar vinsæll matur er á boðstólnum sé umgengni ekki nógu góð á borðum. Rætt um að nemendur á unglingastigi ræði þetta í bekkjunum og komi á næsta fundi með tilllögur til úrbóta.
3) Skólareglur: Nemendur 10. bekkjar óska eftir að skólareglur séu aðgengilegar á gangi skólans.
Fleira ekki tekið fyrir.
Athugasemdir við fundargerð berist til skólastjórnenda
Vigdís Gunnarsdóttir