30.fundur nemendaráðs 28.01.2020

Nemendaráðsfundur 28.01. 2020

 

Fundinn sátu:  Bryndís, Guðmundur, Anna Elísa, Hilmir, Alexander, Eyrún, ‚Ísey, Hrafney, Indriði Rökkvi.  

 

 

1)      Matsteymi: Ósk kom frá matsteymi að nemendaráði tæki fyrir hvaða nemendur og hversu margir sætu í matsteymi skólans.  Niðurstaða fundarins var sú að alls væru þrír fulltrúar nemenda og væru það nemendur 6, 8, og 10.bekkjar sem sætu í nemendaráði, einn úr hverjum þessara bekkjar.  Þetta skólaár voru valdir Indriði Rökkvi 6. bekk, Eyrún Una 8.bekk og Guðmundur Grétar 10.bekk.

2)      Vinnufriður í tímum: Rætt um hvernig vinnufriður er almennt í tímum. Nemendur sammála um að hann megi stundum vera meiri. Rætt um hugsanlegar lausnir.

3)      Sameiginleg aðstaða nemenda: Rætt um hvort áhugi sé fyrir að gera sameiginlega aðstöðu nemenda notalegri t.d með lömpum ofl. úr nemendasjóði. Mikill áhugi á því og þrír nemendur buðust til að skoða það með starfsmanni. 

 

Fleira ekki tekið fyrir.

 

Athugasemdir við fundargerð berist til skólastjórnenda

Vigdís Gunnarsdóttir