11. fundur 8. febrúar

Nemendaráð 11. fundur 8. janúar 2018

Fundinn sátu, Jóhanna Maj, María, Ásdís Aþena, Anton Einar, Heiða Bára, Jóhann Smári, Bríet Ingibjörg, Ólöf, Sigurður Þór ritaði fundargerð.

1. Eyður og kaupfélagsferðir í matartíma.

Útiskylda hefur áhrif á ferðir í kaupfélagið. Ef útiskylda verður felld niður myndi ferðum þangað fækka verulega.

2. Útivera og aðstaða inni

Nemendaráð vill koma að kaupum á húsgögnum til að bæta aðstöðu nemenda inni og gera inniveru í frímínútum mögulega. Rætt um að nota kennslustofur í frímínútum en það hefur gengið misjafnlega. Nemendaráð telur að hægt verði að nota skólastofur í 20 mín. frímínútum. Nemendur í 7. – 10. bekk taki umræður á bekkjarfundi um hvaða reglur geti gilt um umgengni og inniveru í frímínútum. Gott væri að nota íþróttahús í hádegi þegar það er hægt. Nemendur skoði líka húsgögn, hvað komi til greina.

3. Jólamyndir

Nemendur spyrja um jólamyndatöku. Því miður eyddust myndirnar í vélinni eftir myndatöku.

4. Skólahreystiferð - menningarferð - skíðaferð

Skólastjóri viðraði hugmynd um að fella niður hefðbundna skíðaferð og menningarferð og fara oftar dagsferðir í Tindastól á skíði og með breiðari aldur. Nemendur taka vel í hugmyndina og munu ræða hana í bekkjum fyrir næsta fund. Einnig að ræða fyrirkomulag skólahreystiferðar.

5. Góðverkavika

Nemendur ætla að taka þátt.

6. Bekkjarfundakeppni

Keppnin er nú í 5 vikur. Nemendaráð býður upp á pizzu fyrir bekkinn sem vinnur.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir

Athugasemdir við fundargerð berist til skólastjóra.

Sigurður Þór Ágústsson