Eineltisteymi

Eineltisteymi

Í skólanum starfar eineltisteymi. Í teyminu eru:

Sigurður Þór Ágústsson

Eydís Bára Jóhannsdóttir

Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir

Vigdís Gunnarsdóttir

Eydís Ósk Indriðadóttir

Ellý Rut Halldórsdóttir

Fundað er vikulega.
Teymið er til ráðgjafar fyrir kennara og til aðstoðar í viðtölum við foreldra og nemendur. Málum er ekki vísað beint til teymisins, heldur skal viðkomandi umsjónarkennari ætíð vinna að úrlausn mála í sínum bekk, en með aðstoð teymisins sé þess óskað.

Teymið skal einnig vera leiðandi í umræðu og fyrirbyggjandi aðgerðum gegn einelti í Grunnskóla Húnaþings vestra skv. Olweusarkerfinu. Teymið skal vera vakandi fyrir og vekja athygli á hugmyndum, kennsluefni, blaðagreinum og umræðum í þjóðfélaginu er varða einelti og viðhalda faglegri þekkingu sinni á þessu sviði.