Námstækni

Kynntar verða árangursríkar aðferðir í námi. Nemendur meta og endurskoða námsvenjur sínar sem og þær lífsvenjur sem geta haft áhrif á nám þeirra. Einnig hljóta nemendur aðstoð við markmiðssetningu og leiðsögn varðandi Google-umhverfið eftir þörfum, s.s. að skipuleggja gögnin sín o.fl.. Valgreinin námstækni miðar fyrst og fremst að því að nemendur öðlist aukið sjálfstraust í námi og þeir læri að þekkja sjálfa sig og hvað þeim hentar best hverju sinni.

Fjallað verður um eftirfarandi þætti:

• Að skipuleggja tíma sinn 

• Lífsvenjur sem hafa áhrif á árangur í námi 

• Minni, gleymsku og einbeitingu 

• Árangursríkar lestraraðferðir 

• Glósur 

• Að skrifa ritgerð 

• Prófundirbúning og próftöku 

• Að vinna gegn prófkvíða 

• Jákvætt hugarfar og líðan 

• Að setja sér raunhæf markmið 

• Sjálfstæð vinnubrögð og ábyrgð á eigin námi 

 

Í tímum fá nemendur fræðslu um hvern þátt og vinna í kjölfarið stutt verkefni/æfingar. Einnig er möguleiki á að nýta hluta af þessum tímum til heimanáms.

 

Kennari: Sara Ólafsdóttir