Hjólreiðar/útivist

 

Valgreinin er hugsuð fyrir þá sem hafa áhuga og ánægju af hreyfingu og útivist. Ekki verður um hefðbundna tíma í töflu að ræða heldur verður farið í tvær lengri ferðir sitt hvorn daginn, þ.e. hjólatúr í Miðfjörð og gönguferð yfir Vatnsnesfjall. Hér er því um að ræða ferðir utan hefðbundins skóladags, þ.e. annað hvort síðdegis eða um helgi. Því þurfa foreldrar sjálfir að sjá um að koma nemendum á þann stað sem ferð hefst og sækja þá í lok dags. Líklegar dagsetningar væru um miðjan sept. og fyrri hluta okt.

 

Kennari: Sara Ólafsdóttir